Upplýst ákvörðun þegar fjárfest er til framtíðar

Kaup á fasteign er oft ein stærsta fjárfesting sem ráðist er í á lífsleiðinni og er því mikilvægt að vanda til verka og fá tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun.

Sífellt færist í aukana að almenningur jafnt sem fyrirtæki og stofnanir geri kauptilboð í fasteignir með fyrirvara um ástandsskoðun og með hverju ári eykst fjöldi þeirra, sem sér kosti þess að fá óháðan aðila að borðinu.

Kaupendur jafnt sem seljendur fasteigna hafa hag af því að fá góða yfirsýn yfir eignina og ástand hennar, sem getur auðveldað ákvörðunartöku um væntanleg kaup eða sölu. Gallar eða skemmdir geta haft í för með sér ófyrirséðan kostnað og er því hagur allra aðila að raunástand eignarinnar sé þekkt við kaupsamning. Með þessu verða kaupsamningar faglegri og gegnsærri, sem minnkar hættu á ágreiningi og gerir kaup- eða söluferlið öruggara.

Ástandsskoðun við kaup eða sölu

Markmið ástandsskoðunar er fyrst og fremst að veita góða yfirsýn á ástandi fasteignar svo taka megi upplýsta ákvörðun og lágmarka áhættu í fasteignaviðskiptum.

Rakamæling / Sérvinna

Greining á raka eða leka. Ítarleg skoðun þakvirkis. Skoðun og greining á afmörkuðum svæðum. Sýnataka vegna gruns um örveruvöxt. Kostnaðarmat á fyrirhuguðum framkvæmdum.

Ástandsskoðun - Húsfélög

Þarfagreining og forgangsröðun á viðhaldi og endurbótum á fjöleignarhúsum og atvinnuhúsnæði.

  • Markmið ástandsskoðunar er fyrst og fremst að fá yfirlit yfir þau atriði eða galla sem geta valdið auknum kostnaði fyrir eiganda fasteignar eða kaupanda sé fasteignin í söluferli. Ástandsskýrsla byggir á skráðum athugasemdum í máli og myndum, á aðgengilegum svæðum fasteignar þegar skoðun er framkvæmd.

  • Fasteignin er sjónskoðuð að utan sem innan eftir fyrirfram ákveðnu verklagi. Farið er yfir öll aðgengileg rými eignarinnar og þau atriði sem skoðunarmaður veitir eftirtekt eru mynduð og skráð. Við hefðbundna ástandsskoðun eru einnig framkvæmdar rakamælingar ef ástæða þykir og eftir atvikum hitamyndun.

  • Ytra byrði eignarinnar er skoðað frá götu eða lóð.

  • Sé óskað eftir ítarlegri skoðun á ytra byrði þaks eða þakviðum er metið út frá öryggi hvort farið sé upp á þak eignarinnar eða skoðað úr lofti með dróna/flygildi. Skoðun á ástandi þakviða er einnig háð aðgengi og öryggi. Ítarleg þakskoðun fellur undir sérvinnu.

  • Sjónskoðun felur ekki í sér tilfærslur á húsgögnum eða öðrum hlutum sem hindra eða takmarka skoðun að einhverju leyti. Skoðun getur takmarkast af utanaðkomandi aðstæðum, til að mynda veðri eða aðgengi.

  • Raflagnir, neyslu- og miðstöðvarlagnir eru ekki skoðaðar sérstaklega, en ef sjónskoðun leiðir í ljós áberandi athugasemdir hvað varðar framangreint, er það tekið fram í skýrslu og lagt til að skoðað verði nánar. Skoðun (myndun) fráveitulagna (skólp og drenlagna), er ekki innifalin í þjónustu Fagsýnar en vísað er á sérfræðinga sé þess óskað.

  • Verklag getur verið breytilegt eftir forsendum skoðunar.

    Sé óskað eftir skoðun á sameignarhluta fjölbýlishúsa, t.d. á ytra byrði, þaki eða öðru, er bent á að hafa samband með tölvupósti á netfangið [email protected] eða með skilaboðum.

Almennt um verklag og framkvæmd